gagnlegir vefir
hafa samband
menntun og reynsla
greinar
spurningar
heim

Eru nálarnar óþægilegar?

Þær eru sjaldnast óþægilegar og ekkert í líkingu við sprautunálar. Eins er hægt að nota mjög misþykkar og mislangar nálar allt eftir viðkvæmni viðskiptavinar. Í flestum tilfellum kýs ég að viðskiptavinur viti af nál sem stungið er inn en jafnframt að hún hindri ekki getu hans til að slaka á.

Hversu langur er hver meðhöndlunartími?

Um það bil 60-70 mínútur.

Eru nálastungur öruggar?

Ef um fagmann er að ræða er áhættan lítil sem engin. Fólki ber þó að gæta þess að nálastungumaður sé að nota einnota nálar og hafi þekkingu og menntun til að vinna rétt.

Hvernig fer tími fram?

Ég byrja yfirleitt á að greina fólk eftir greiningarkerfti kínversku læknisfræðinnar. Þetta tekur oftast 10-20 mínútur en styttist svo eftir því sem viðskiptavinur kemur oftar. Síðan nota ég nálastungur, nudd og aðrar aðferðir kínversku læknisfræðinnar þangað til að ég tel að ekki sé unnt að meðhöndla lengur eða tíminn sé á þrotum.

Hversu oft þarf maður að koma?

Það fer oft eftir því hversu lengi viðkomandi vandamál hefur verið til staðar. Því krónískari sem verkir eru því lengur tekur oftast að ná bata. Þó dregur oft úr verkjum og almennri vanlíðan strax eftir fyrsta eða fyrstu meðferðartímana.   

Hversu margar nálar þarf að nota?

Yfirleitt nota ég fjórar til 20 nálar. Að sjálfsögðu fer ég samt varlega af stað og aðlaga meðferð að hluta til eftir viðkvæmni viðskiptavina.

Eru nálarnar hreinar?

Nálarnar sem ég nota eru allar sótthreinsaðar og einnota. Þeim er pakkað einni nál í hvern pakka.

Hversu lengi eru nálarnar í?

Þær geta verið í allt frá nokkrum sekúndum og upp í 30-40 mínútur eftir þörfum en oftast er um 5- 25 mínútur að ræða.

 

artwork